- .
Information in English below
Hláka er framundan næstu daga og má búast við að yfirborðsvatn myndist þegar snjór bráðnar.Þar sem fráveitukerfið er viðkvæmt fyrir miklu vatnsmagni á skömmum tíma er mikilvægt að halda niðurföllum hreinum svo vatn komist greiðlega niður í kerfið og safnist ekki fyrir á götum.
Ef vatn flæðir upp úr niðurföllum í húsum er mikilvægt að hafa í huga að það stafar af yfirfullu kerfi og hafa þarf samband við dælubíl. Mikilvægt er að setja ekki vatn í niðurföllin við slíkar aðstæður, heldur beina því t.d. út í garð ef kostur er. Annars er hætta á að vatnið komi einfaldlega aftur upp úr niðurföllunum.
Á þessum árstíma, þegar mikill snjór er á jörðu og hlýnar í veðri, getur snjór og klaki safnast yfir niðurföllum og hindrað vatnsflæði. Þegar snjórinn bráðnar er því mikilvægt að tryggja að niðurföll séu opin svo vatnið komist greiðlega niður í fráveitukerfið. Ef klaki eða snjór stíflar niðurföll getur vatn safnast fyrir á götum og valdið yfirborðsflóði. Með reglulegri hreinsun tryggjum við betra rennsli og minnkum líkur á að vatn flæði út á götur.
Athugið þó að öryggi fólks á alltaf að vera í fyrirrúmi og enginn á að leggja sig í hættu í veðurofsa.
Ef það flæðir inn til þín
Skoðaðu niðurföll og reyndu að greina hvar vatnið er að koma inn.
Útiniðurföll:
Inni niðurföll:
Ef það er dæla í kjallaranum hjá þér:
Neyðarlúgur gætu opnast vegna mikillar úrkomu
Neyðarlúgur fráveitu eru til þess gerðar að skólp flæði ekki inn í híbýli fólks ef dælustöðvar bila eða stöðvast.
--------------------------------------
Thawing conditions are expected in the coming days, and surface water may form as the snow melts. As the wastewater system is sensitive to large amounts of water in a short period of time, it is important to keep storm drains clear so that water can flow freely into the system and not accumulate on streets.
If water overflows from indoor drains, it is important to keep in mind that this is caused by an overloaded system. In such cases, a pumping truck should be contacted. It is crucial not to direct additional water into the drains, but rather, if possible, into the garden or outdoors. Otherwise, the excess water is likely to come right back up through the drains.
At this time of year, when there is significant snow on the ground and temperatures rise, snow and ice can accumulate over storm drains and block the flow of water. As the snow begins to melt, it is important to ensure that drains are kept clear so the water can flow freely into the wastewater system. If ice or snow blocks the drains, water can build up on streets and cause surface flooding. Regular cleaning helps maintain proper drainage and reduces the risk of water overflowing onto roads.
Always Prioritize Safety. No one should put themselves in danger during extreme weather conditions.
What to Do If Water Overflows Into Your Home
1. Contact Services
2. Outdoor Drains
3. Indoor Drains
4. If You Have a Basement Pump