- .
Gatna- og veituframkvæmdir við nýtt Skógarhverfi þ.e. hlutar 3Cc og 5 skv. skipulagi.
Um verkefnið:
Aðilar að framkvæmdinni eru Akraneskaupstaður, Veitur, Míla og Ljósleiðarinn. Verktaki í verkinu er Borgarverk.
Í upphafi framkvæmdar verður gerður vinnuvegur inn á svæði út frá Akranesvegi. Þessar framkvæmdir eru þegar hafnar, biðlum við til vegfaranda að keyra framhjá vinnusvæðinu með aðgát og virða hraðatakmarkanir sem settar hafa verið upp.
Í fyrsta áfanga verður einnig gerð ný tenging inn á Jókuskóga, sú gata mun koma á milli Asparskóga 15 og 17, eru þær framkvæmdir einnig á upphafsmetrunum. Vegna þessarar framkvæmdar má búast við umferð vörubíla um Asparskógar. Búast má við að þessi áfangi taki um einn mánuð.
Næstu áfangar verða svo ný gata við Lækjaskóga, Tjarnaskóga, Laufskóga og Akralund, fyrirhugað er að þær götur verði klára síðla sumars. Því næst verður hafist handa við fyrri hluta Skógarlundar og gerð ofanvatnsrása þessi áfangi mun klárast í næsta vetur. Þá verður fjórði áfanginn, þ.e. seinni hluti Skógarlundar lokið haustið 2024.
Á framkvæmdartíma mun verktaki vera með vinnubúðir sínar á lóð Asparskóga 23. Öll þungaumferð mun fara um nýjan vinnuveg sem tengist upp á Akranesveg að Jókuskógum undanskyldum.
Tímaáætlun:
Jan 2023 til Sept 2024
Umsjónarmaður verkkaupa:
Anna María Þráinsdóttir anmt@verkis.is
Verkefnastjóri Veitna:
Helgi Helgason
Verktaki:
Borgarverk ehf.