Álfa­skeið og Sólvangs­vegur

- .

Við þurfum að endurnýja stofnlagnir á þessu svæði. Gera má ráð fyrir aukinni umferð vinnuvéla og öðru raski á meðan framkvæmdunum stendur. 

Smelltu hér til að stækka mynd

Um verkefnið

Við þurfum að endurnýja stofnlagnir á þessu svæði. Viðeigandi merkingar sem kynna hjáleiðir gangandi og akandi vegfarenda verður komið upp á svæðinu til að tryggja öryggi. Gera má ráð fyrir aukinni umferð vinnuvéla og öðru raski á meðan framkvæmdunum stendur. 

Vinnusvæði

Frá stýrihúsi Veitna sem staðsett er á milli Fjarðarhrauns og Álfaskeiðs 96 að dælustöð við Lækjargötu, meðfram Álfaskeiði og Sólvangsvegi.

Tímaáætlun: Frá lok nóvember 2022 til september 2023.

Uppfært 24.1.1. 2023: Veitur hafa lokið frágangi við Álfaskeið og Sólvangsveg eftir viðamiklar framkvæmdir í þágu allra íbúa í Hafnarfirði.

Framkvæmdir hófust í nóvember 2022 og er nú nýlokið. Stofnlögn hitaveitu á stórum kafla var stækkuð og hún færð. Tilgangurinn var að bæta þrýsting á heitu vatni í Hafnarfirði og þá sérstaklega í nýjum hverfum. Framkvæmdir gengu stóráfallalaust fyrir sig þó vissulega komi hnökrar upp í stórum verkefnum og í þessu tilviki var það fyrst og fremst klöppin sem olli því.

Við viljum þakka ykkur samstarfið og skilninginn á tímabilinu.

Veitur endurnýja lagnir til að tryggja öllum íbúum nauðsynlega innviði og lífsgæði til framtíðar.

Uppfært 15.9.2023: Við höfum nú lokið við mestan hluta af malbikun á akstursleið Strætó um Álfaskeið og Sólvangsveg. Strætó keyrir því nú aftur sína hefðbundnu leið um svæðið. Við erum að ganga frá skurðum og yfirborði á framkvæmdasvæðinu og það tekur einhverjar vikur til viðbótar að klára það.

Uppfært 31.8. 2023: Áætlað er að malbika á næstu dögum ef veður leyfir og í framhaldinu verður hægt að opna fyrir umferð á ný.

Það verða áfram opnir skurðir við Sólvangsveg þar sem enn á eftir að endurnýja smærri hitaveiturör og raflagnir. Því verða áfram göngu- og akbrýr á svæðinu. Gegnið verður frá yfirborði og gangstéttir steyptar þegar lagnavinnu er lokið, en ekki er hægt að tímasetja það nákvæmlega að svo stöddu.

Uppfært 17.8.2023: Opnun á Sólvangsvegi frestast til 22. ágúst.

Uppfært 11.8.2023: Sólvangsvegi hefur nú verið lokað að hluta og ekki hægt að keyra um hann frá Álfaskeið. Enn er opið frá Lækjargötu. Þessi lokun er áætluð til 16.ágúst.
Unnið er að frágangi við Álfaskeið.

Uppfært 9.8.2023: Heitavatnslaust verður í öllum Hafnarfirði og litlum hluta Garðabæjar frá kl. 22.00 mán. 21. ágúst til kl. 10.00 mið. 23. ágúst.  Ástæða þess er tenging á nýrri heitavatnslögn sem mun tryggja íbúum Hafnarfjarðar heitt vatn til framtíðar.Við höfum skipulagt lokunina þannig að hún verði á þeim tíma þegar minnst notkun er á heitu vatni. Við skiljum vel að það komi sér illa fyrir íbúa og fyrirtæki að vera án heits vatns en því miður verður svo að vera þegar um svona stórt verk er að ræða.



Uppfært 21.7.2023: Heitavatnslaust í rúman sólarhring í öllum Hafnarfirði í lok ágúst. 

Heitavatnslaust verður í rúman sólarhring í öllum Hafnarfirði í lok ágúst þegar ný lögn verður tengd. Því miður liggur nákvæm dagsetning ekki fyrir á þessari stundu en um leið og hún verður ljós látum við vita svo hægt sé að gera ráðstafanir ef þörf verður á.  

Við munum vera í samráði við íbúa og rekstraraðila í bænum til þess að tryggja góða upplýsingagjöf vegna málsins. Lokunin er skipulögð þannig að hún verði á þeim tíma sem minnst notkun er á heitu vatni. 

Verið er að endurnýja stofnlagnir hitaveitu til að auka flutningsgetu og mæta aukinni eftirspurn í bænum vegna fjölgunar íbúðarhúsnæðis, með það að markmiði að tryggja öllum íbúum í Hafnarfirði heitt vatn til næstu áratuga. Vexti bæjarins fylgja umfangsmiklar veituframkvæmdir en ein slík hefur staðið yfir síðan í nóvember í fyrra á Álfaskeiði að Lækjargötu. Framkvæmdinni miðar vel áfram og stefnt er á að ljúka verkinu á haustmánuðum.    

Uppfært 19.6.2023: Mynd uppfærð miðað við núverandi stöðu verksins. Vinnusvæði við Sólvangsveg er merkt með rauðum línum. Innkeyrslu við Álfaskeið 70-76 hefur verið lokað, en aðrar innkeyrslur við fjölbýlishús við Álfaskeið opnaðar. Hjáleiðir eru merktar. Verið er að malbika ákveðin svæði og ganga frá yfirborði.
Undanþága hefur fengist frá Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneyti til að fleyga (brjóta klöpp) á laugardögum við heilsugæslustöðina við Sólvangsveg. Aðgerðin flokkast undir vinnu sem er ekki leyfileg um helgar. Sérstök undanþága var fengin til að fleyga þrjá laugardaga í júní og júli þar sem ekki er hægt að vera í slíkum framkvæmdum nærri heilsugæslunni á opnunartíma hennar. Fyrsti laugardagurinn sem unnið verður við heilsugæsluna er 24. júní.

Uppfært 16.5.2023: Mynd uppfærð. Vinna á Sólvangsvegi mun hefjast þar sem rauðu línurnar sjást á neðri hluta myndarinnar, áfanga 4. Malbikun er lokið á fyrsta áfanga og göngustígurinn hefur verið opnaður. Áætlað er að malbikað verði á stórum hluta framkvæmdasvæðis í Álfaskeið í maí og júní. Búast má við því að opnar holur muni sjást áfram á ákveðnum svæðum þar sem vinnu er annars lokið, en þær eru nauðsynlegar fyrir framkvæmdina í heild sinni og verður gengið frá þeim við lok framkvæmda. Veitur munu ganga frá yfirborði sem raskað hefur verið.

Uppfært 21.4.2023: Vinna gengur eftir áætlun. Í vikunni verður innkeyrslu við Álfaskeið 80 og 82 lokað, en aðkoma verður tryggð með hjáleiðum. Gera má ráð fyrir að innkeyrslan verði lokuð í nokkrar vikur. Vinna verður nú hafin við hluta af Sólvangsvegi, annars vegar við Sólvangsveg 1, Álfaskeið 64D og 64E, og hins vegar alveg við heilsugæslustöðina. Óneitanlega er rask mikið í svo stórum framkvæmdum og eðlilegt að íbúar hafi áhyggjur af sínu nánasta umhverfi. Það þarf að grafa djúpa skurði á svæðinu og ljóst að á svæðinu er töluverð klöpp undir sem þarf að brjóta upp (fleyga) með tilheyrandi ónæði. Stefnt er að því að næst heilsugæslustöðinni verði unnið á laugardögum til að lágmarka truflun á þeirra þjónustu á meðan þessu stendur. Aðgengi gangandi og akandi vegfarenda verður tryggt og að auki höfum við unnið náið með Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins við að tryggja greiða aðkomu sjúkraflutninga og slökkviliðs.

Uppfært 28.3.2023: Vinna við lagningu stofnæðar hitaveitu Veitna gengur eftir áætlun og unnið er af kappi við að klára fyrsta áfanga á næstu vikum. Þá verður hægt að opna göngu- og hjólastíg að nýju við stýrihús Veitna við Álfaskeið. Allt kapp er lagt á að klára þann hluta sem fyrst og ganga vel frá svæðinu. Áfram verður unnið á bílastæði, á milli húsa nr.90/92 og 86/88 sem og í götunni. Þau svæði sem nú er unnið við á staðnum verða kláruð áður en vinna við síðasta áfanga hefst, en sá hluti er á Sólvangsvegi.

Uppfært 6.2.2023: Unnið er að lagningu stofnæðar hitaveitu Veitna sem liggur frá stýrihúsi Veitna sem staðsett er á milli Fjarðarhrauns og Álfaskeiðs 96 að dælustöð við Lækjargötu, meðfram Álfaskeiði og Sólvangsvegi.

Verkið er unnið í 4 áföngum. Nú er vinnan langt komin í áfanga nr. 1. Til að tryggja að verklok verði á tilsettum tíma verður byrjað að vinna við áfanga nr. 2 samhliða sem verkinu fleygir fram.

Uppfært 16.12.2022: Framkvæmdir eru í gangi meðfram göngustíg næst stýrihúsi við Álfaskeið og er mikil vinna við að fleyga klöpp með tilheyrandi hávaða og rask fyrir íbúa. Gert verður hlé á framkvæmdum yfir jól og nýár frá 21 desember 2022 til 8 janúar 2023 og verður því engin hávaði vegna framkvæmda yfir hátíðarnar.

Verkefnastjóri Veitna

Kolbeinn Björgvinsson

Samskipti annast Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna

Verktaki

Gleipnir verktakar ehf, tengiliður verktaka, Hrannar Máni Gestsson

Umsjónarmaður framkvæmdar

Unnar Víðisson, Efla Verkfræðistofa, Póstfang: unnar.vidisson@efla.is

Theódór Kristjánsson, Efla Verkfræðistofa, theodor.kristjansson@efla.is 

Hvernig getum við aðstoðað þig?