Leka­leit með drónum við Hvolsvöll

.

Lekaleit við Hvolsvöll.

Í dag mun Veitur framkvæma lekaleit við Hvolsvöll. Notast verður við flygildi (dróna) með hitamyndavélum sem fljúga yfir svæðið til að greina mögulegan leka í hitaveitulögnum. Með þessari aðferð er hægt að finna leka áður en þeir koma upp á yfirborðið og bregðast við þeim strax. Sjá nánar á korti.

Nánari upplýsingar um hvernig tæknin er nýtt í lekaleit má finna hér: Tæknin nýtt til að finna leka snemma

Veitur hafa fengið leyfi frá Samgöngustofu fyrir notkun flygildisins og starfsfólk okkar er auðkennt með merkingum fyrirtækisins.

Við fylgjumst stöðugt með lögnum til að tryggja öllum íbúum örugga innviði og góð lífsgæði til framtíðar.

Hvernig getum við aðstoðað þig?