- .
Veitur eru í framkvæmdum og að endurnýja lagnir fyrir heitt vatn og rafmagn á Grandavegi, Framnesvegi, Hringbraut, Sólvallagötu, Ánanaust og Mýrargötu. Framkvæmdin byrjaði í október 2021 og er tekin í áföngum.
Uppfært 13.4.2023: Upplýsingar um framkvæmdir á Sólvallagötu og Framnesvegi sem hefjast í júní 2023 eru hér.
Verkefnið:
Veitur eru í framkvæmdum og að endurnýja lagnir fyrir heitt vatn og rafmagn á Grandavegi, Framnesvegi, Hringbraut, Sólvallagötu, Ánanaust og Mýrargötu.
Verkefnastjóri Veitna:
Kolbeinn Björgvinsson, Kolbeinn.Bjorgvinsson@veitur.is
Umsjónarmaður framkvæmdar:
Umsjón með verkinu er Björn Guðmundsson hjá Mannvit Verkfræðistofu, bjorng@mannvit.is
Vinnusvæði:
Grandavegur- Framnesvegur – Hringbraut – Sólvallagata – Ánanaust - Mýrargata
Tímaáætlun:
Framkvæmdin byrjaði í október 2021. Verklok næsta áfanga er áætlað í lok janúar 2023.
Hvernig gengur:
Uppfært 06.01.2023: Í næstu viku munum við halda áfram með framkvæmdina í götunni ykkar og hefst þá áfangi tvö. Við þurftum að gera hlé á vinnu vegna frosts í jörðu. Nú stendur til að þvera Framnesveg á einum stað og Sólvallagötu á tveimur stöðum.
Viðeigandi merkingar sem kynna hjáleiðir gangandi og akandi vegfarenda verða settar upp á svæðinu til að tryggja öryggi. Við munum einnig koma ökubrúm fyrir ef þörf er á svo allir komist ferða sinnar.
Því miður getum við ekki sagt nákvæmlega hversu langan tíma þessi áfangi tekur því það fer eftir veðurskilyrðum og frosti í jörðu. En við vonumst til að verkið taki ekki meira en eina til tvær vikur.
Við erum að nýta tækifærið, nú þegar verið er að byggja upp í hverfinu, til að endurnýja og styrkja gömul veitukerfi til þess að tryggja öllum íbúum Vesturbæjar rafmagn, heitt- og kalt vatn sem og fráveitu til framtíðar.
Uppfært 28.12.2022: Ekki tókst að klára vinnu við lagnirnar á Framnesvegi austan megin við Hringbraut á settum tíma. Meðal annars vegna veðurfars og fríi yfir hátíðarnar.Gert er ráð fyrir að vinna hefjist aftur við að ljúka verkinu og loka skurðinum fljótlega eftir áramót.
Uppfært 25.11.2022: Í byrjun næstu viku munum við byrja að grafa upp göngustíginn við Framnesveg 48 til 58a. Við áætlum að sá skurður verði opinn í um það bil 3 vikur. Komið verður fyrir göngubrúm ef þess þarf. Við munum endurnýja heimlagnir við Framnesveg 50 til 58 í leiðinni. Á næstu vikum þurfum við einnig að grafa frá gatnamótum Framnesvegar og Sólvallagötu að Sólvallagötu 80. Ökubrúm verður komið fyrir við innkeyrslur eftir þörfum. Viðeigandi merkingar sem kynna hjáleiðir gangandi og akandi vegfarenda verða settar upp á svæðinu til að tryggja öryggi. Gera má ráð fyrir aukinni umferð vinnuvéla og öðru raski á meðan framkvæmdunum stendur. Með þessu lýkur fyrsta áfanga af tveimur. Við erum að nýta tækifærið, nú þegar verið er að byggja upp í hverfinu, til að endurnýja og styrkja gömul veitukerfi til þess að tryggja öllum íbúum Vesturbæjar rafmagn, heitt- og kalt vatn sem og fráveitu til framtíðar.
Uppfært 29.9.2022: Fyrirhugaðar framkvæmdir frá Sólvallagötu að Hringbraut hefjast 1.okt og eru áætluð verklok 18. nóv. Verið er að klára yfirborðsfrágang á Framnesvegi vestan megin við Hringbraut. Skildar verðar eftir tengiholur fyrir rafmagn og ekki eru komnar tímasetningar hvenær þeim verður lokað, því það á eftir að leggja rafmagnstrengi í Framnesvegi austan megin við Hringbraut.
Fyrirhugaðar eru framkvæmdir á svæðinu frá Hringbraut og að Sólvallagötu. Áætlað er að framkvæmdir við endurnýjun lagna í götunni hefjist 19. Sept. Þrengingar verða vegna framkvæmda allan verktímann sem og að bílastæði Norðanmegin við götuna fara undir lagnastæði. Þar sem Framnesvegur og Sólvallagata verða þveraðar með lagnaskurðum verður það gert á sem skemmstum tíma þannig að lokun stendur í stuttan tíma í hvert sinn.
Uppfært 4.08.2022: Framkvæmdin hefur tafist mjög mikið vegna óviðráðanlegra aðstæðna en við áætlum verklok núna í enda september. Ég biðjumst afsökunar vegna rask og óþægindi sem framkvæmdin hefur haft í för með sér.
Uppfært 30.3.2022: Endurnýjun lagna við Framnesveg frá Hringbraut og til Vesturs í átt að Grandavegi/Aflagranda hefst 1. Apríl. Byrjað verður sunnan- megin við götuna. Sett verða upp skilti hjáleiðum/þrengingum á þessum kafla á meðan vinna stendur yfir. Endurnýjun lagna yfir Hringbraut við Framnesveg (norðan megin við gatnamótinn) hefjast 19. Apríl. Umferð verður færð yfir á mótlæga akrein meðan á framkvæmdum stendur. Ekki verður lokað fyrir akstur eftir Hringbraut en umferð af og á Framnesveg verður fyrir truflunum meðan á framkvæmd stendur. Sett verða upp skilti hjáleiðum/þrengingum á þessum kafla á meðan vinna stendur yfir.
Uppfært 05. 12. 2021: Vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna hefur upphaf verks við Ánanaust dregist. En við erum byrjuð að framkvæma. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.
Uppfært 20. 10. 2021: Fyrsti áfangi verksins felst í að leggja lagnir yfir Ánanaust þar sem þrengingar verða á veginum meðan framkvæmdir standa yfir. Fimmtudag 28.10 mun vinna hefjast við að undirbúa miðeyju fyrir hjáleiðir. Með hjáleiðum verður Ánanaustum þrengdur niður í 1+1 veg framhjá framkvæmdasvæði við Héðinsreit.Á mánudaginn 1. nóvember hefst svo uppsetning skilta fyrir þrengingu. Byrjað verður á þvera Ánanaustin í akstursstefnu að Granda og svo í framhaldi verður þverað í akstursstefnu frá Granda. Áætlaður verktími er 3 vikur.