.
Heitavatnslaust er vegna viðgerðar Information in English below
Uppfært kl. 02:25 : Allir íbúar í Grafarvogi ættu að vera komnir með fullan þrýsting á vatnið hjá sér. Ef fólk verður vart við leka utanhúss þá viljum við fá símtal í neyðarsímann okkar 516 6161.
Uppfært kl. 23.55: Viðgerð er lokið. Byrjað er að hleypa heitu vatni á stofnlögnina sem flytur það í Grafarvog. Það er gert hægt og rólega og það mun taka nokkrar klukkustundir að ná upp fullum þrýstingi fyrir allt hverfið.
Þegar þrýstingur er kominn á þá geta komið upp lekar. Ef það gerist utanhúss eða búnaðar í eigu Veitna eru íbúar beðnir að hafa samband við neyðarsímann okkar 516 6161.
Vegna leka innanhúss hjá fólki skal hver og einn hafa samband við sitt tryggingarfélag.
Fólk er beðið að fara varlega í kringum leka, vatnið er mjög heitt.
Uppfært kl. 22.45: Verið er að leggja lokahönd á að setja lögnina saman og ganga rétt frá henni. Vatnið fer þó ekki að renna alveg strax.
Uppfært kl. 18.30: Viðgerð á lögninni inn í göngunum er að ljúka, en enn er unnið að viðgerð á tengdri lögn í nágrenninu. Það er því ekki líklegt að hægt verði að hleypa vatni á Grafarvoginn fyrr en nálægt miðnætti í kvöld.
Uppfært kl. 15.45: Viðgerð gengur ágætlega þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Við gerum ráð fyrir að byrja að hleypa vatni rólega á lögnina aftur fyrir kl. 22 í kvöld. Það gerist hægt og rólega til að tryggja að kerfið ráði við það og því mun fullur þrýstingur vera komin aftur í nótt.
Uppfært kl. 12:00: Áætlað er að heitavatnsleysi vari fram á kvöld. Starfsfólk Veitna vinnur nú af fullum krafti að tryggja öllum heitt vatn sem fyrst.
Uppfært kl. 10.00: Unnið er að viðgerð á lögninni sem flytur heitt vatn í allan Grafarvog. Það má þó gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi.
Uppfært kl. 8.30: Lekinn er á erfiðum stað í kerfinu og því miður mun taka töluverðan tíma að lagfæra hann.
Vegna viðgerðar á lögn sem bilaði í nótt er heitavatnslaust í öllum Grafarvogi.
Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Við munum uppfæra hér hvernig gengur. Ekki er hægt að segja hversu lengi lokunin varir.
------------------------------------------------------------------------------
Updated at 02:25: All residents of Grafarvogur should have fully restored hot water pressure. If residents become aware of any water leakage outside, please contact our emergency line at 516 6161.
Updated at 23:55: The repair has been completed. Hot water is now being gradually released into the main pipeline that supplies Grafarvogur. This is done slowly and carefully, and it will take several hours to restore full pressure throughout the entire neighborhood.
When the pressure is restored, leaks may occur. If this happens outdoors or in equipment owned by Veitur, residents are asked to contact our emergency line at 516 6161.
For indoor leaks in private property, each individual should contact their own insurance company.
Residents are advised to be cautious around leaks, as the water is very hot.
Updated at 22:45: The assemble of the pipe is in its final stages. However, it will take a bit more time before the water flows.
Updated at 18:30: The repair of the pipeline inside the tunnel is nearing completion, but work is still ongoing on a connected pipeline in the vicinity. It is therefore unlikely that water can start flowing to Grafarvogur before around midnight tonight
Updated at 15:45: The repair is going well despite difficult conditions. We expect to start gradually letting water back into the pipeline before 22:00 tonight. This will be done slowly and carefully to ensure the system can handle it, so full pressure will be restored during the night.
Updated at 12:00: The hot water outage is expected to continue until the evening. We are working to resolve the issue and restore service as soon as possible.
Updated at 10:00: Repairs are underway on the pipeline that carries hot water to all of Grafarvogur. However, a hot water outage can be expected for the most of the day.
Updated at 8:30 a.m.: The leak is in a difficult location in the system, and unfortunately it will take considerable time to repair it.
Due to a repair of a pipeline that broke last night, there is no hot water in all of Grafarvogur.
Residents are advised to turn off all hot water taps to reduce the risk of accidents or damage when the water supply is restored. Homeowners are also advised to check their indoor systems.
We apologize for any inconvenience this may cause.
We will provide updates here on the progress. It is not possible to say how long the outage will last.