Mikil úrkoma eykur álag á fráveitu

.

Information in English below

Gert er ráð fyrir mikilli úrkomu í kvöld og sem eykur álag á fráveitukerfið sem þarf að taka við miklu vatnsmagni á stuttum tíma.

Fráveitukerfi Veitna er tvískipt. Hluti þess er með tvöfalt kerfi sem þolir úrkomu ágætlega, en hinn hlutinn er ekki eins vel búinn til að taka á móti svo miklu vatni í einu. Þar getur skapast hætta á að vatn flæði upp úr niðurföllum þegar lagnir fyllast tímabundið af regnvatni.

Ef vatn flæðir upp úr niðurföllum í húsum er mikilvægt að hafa í huga að það stafar af yfirfullu kerfi og hafa þarf samband við dælubíl. Mikilvægt er að setja ekki vatn í niðurföllin við slíkar aðstæður, heldur beina því t.d. út í garð ef kostur er. Annars er hætta á að vatnið komi einfaldlega aftur upp úr niðurföllunum.

Á þessum árstíma, þegar laufblöðin eru byrjuð að fjúka og safnast fyrir í niðurföllum, skiptir miklu máli að hreinsa þau reglulega. Lauf og annað rusl geta hindrað vatnsflæði og valdið því að vatn safnist fyrir á götum. Með því að halda niðurföllum hreinum gefum við vatninu greiðari leið niður í fráveituna og drögum úr líkum á flóðvatni á yfirborði.

Athugið þó að öryggi fólks á alltaf að vera í fyrirrúmi og enginn á að leggja sig í hættu í veðurofsa. 

Ef það flæðir inn til þín 

  • Hringdu á dælubíl eða stífluþjónust
  • Hafðu samband við tryggingarfélagið þitt

Skoðaðu niðurföll og reyndu að greina hvar vatnið er að koma inn.

Útiniðurföll:

  • Við óvenjumikla úrkomu er algengt að útiniðurföll flæði yfir. Þá geta íbúar lítið gert annað en að reyna að lágmarka tjón.
  • Mælt er með að loka hurðum og þétta veikburða svæði eins og unnt er til að hindra vatnsinntak.
  • Ef niðurföll utandyra eru stífluð er æskilegt að reyna að hreinsa þau þegar það er öruggt og veður leyfir.
  • Mundu að öryggi fólks skal alltaf hafa forgang. 

Inni niðurföll:

  • Ef vatn kemur upp um niðurföll inni er mögulegt að dæla því annað.
  • Ekki dæla vatni í baðkar eða niðurföll utandyra, þar sem þau eru yfirleitt tengd sama kerfi og vatnið myndi þá einfaldlega koma aftur inn.
  • Betra er að reyna að dæla vatninu út í garð eða annað svæði utandyra.

Ef það er dæla í kjallaranum hjá þér: 

  • Athugaðu hvort hún sé í gangi.
  • Hreinsaðu dæluna og dælubrunninn ef þarf.
  • Hafðu samband við pípara ef þú þarft aðstoð

Neyðarlúgur gætu opnast vegna mikillar úrkomu 

Neyðarlúgur fráveitu eru til þess gerðar að skólp flæði ekki inn í híbýli fólks ef dælustöðvar bila eða stöðvast. 

Spurt og svarað um fráveitu

--------------------------------------

Heavy rainfall is expected this evening, which may place increased strain on the sewer system as it will need to handle large volumes of water in a short period of time.

The Veitur sewer system is divided into two parts. One section has a dual system that can handle rainfall quite well, while the other section is less equipped to cope with such large volumes of water at once. In those areas, there is a risk of water overflowing from drains when the pipes temporarily fill with rainwater.

If water overflows from indoor drains, it is important to keep in mind that this is caused by an overloaded system. In such cases, a pumping truck should be contacted. It is crucial not to direct additional water into the drains, but rather, if possible, into the garden or outdoors. Otherwise, the excess water is likely to come right back up through the drains.

At this time of year, when leaves are blowing around and collecting in drains, it is especially important to clear them regularly. Leaves and other debris can block water flow and cause water to accumulate on streets. By keeping drains clean, we allow the water to flow more easily into the sewer system and reduce the likelihood of surface flooding.

Always Prioritize Safety. No one should put themselves in danger during extreme weather conditions.

What to Do If Water Overflows Into Your Home

1. Contact Services

  • Call a pump truck/stoppage service and your insurance company.
  • Inspect drains to identify where water is entering your property.

2. Outdoor Drains

  • Overflow from outdoor drains is common during unusually heavy rainfall, and homeowners can do little beyond minimizing damage.
  • Seal doors and other vulnerable areas as much as possible to prevent water intrusion.
  • If drains are clogged, clear them when it is safe to do so, and perform regular maintenance when conditions allow.

3. Indoor Drains

  • If water rises through indoor drains, consider pumping it elsewhere.
  • Do not pump water into a bathtub or outdoor drains, as these are likely connected to the same overloaded system, causing water to return.
  • Instead, direct the water outside, for example into a garden.

4. If You Have a Basement Pump

  • Check that the pump is operational. Both the pump and the pump well may need cleaning.
  • Contact a plumber if you need assistance.

Hvernig getum við aðstoðað þig?