Kárs­nesæð meðfram Hafn­ar­fjarð­ar­vegi, Kópa­vogur

- .

Veitur endurnýja hitaveitulagnir

Um verkefnið: Endurnýjun hitaveitulagna frá Borgarholtsbraut meðfram Hafnarfjarðarvegi. Hjólastígur verður lokaður á meðan framkvæmdum stendur. Hjáleiðir verða merktar, en ljóst að þær eru lengri vegna friðunar á landi næst hjólastíg.

Að lagnavinnu lokinni mun Kópavogsbær endurgera hjóla- og göngustíg meðfram Hafnarfjarðarvegi.

Áhersla er lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks og góða umgengni við friðað land.

Verkið er áfangaskipt:

Júní til október 2025: Frá undirgöngum neðst í brekkunni Kársnesmegin að hringtorgi við Sunnuhlíð.

Vor og sumar 2026: Frá að hringtorgi við Sunnuhlíð að Borgarholtsbraut.

Uppfært 26.8.2025: Lagnavinnu í fyrri áfanga er að ljúka. Nýja lögnin verður tengd þann 2. september og þá verða afmarkaðir hlutar Kársness heitavatnslausir: Kópavogsbraut 1 (Sunnuhlíð), Borgarholtsbraut 17 (Kópavogslaug) og Vesturvör 44-48 (Sky Lagoon). Kársnesæð er stofnlögn sem fæðir Kársnesið, en með góðum undirbúningi er hægt að halda heitu vatni á flestum húsum í hverfinu. Þegar tengingu er lokið er hægt að loka skurðum og afhenda Kópavogsbæ svæðið til hjóla- og göngustígagerðar.
Uppfært 18.6. 2025: Vegna mistaka var sett inn röng mynd af hjáleið þann 12.6. Þessi mynd sýnir rétta hjáleið í fyrsta áfanga. Unnið er að lagfæringum á hjáleið til að öll komist örugg leiðar sinnar.

Karsnesaed 1 afangi

Uppfært 12.6.2025:
Hjáleiðir gangandi og hjólandi vegfarenda í fyrsta áfanga má sjá hér
2025-06-hjaleid Karsnesaed afangi1

Uppfært 12.6.2025:
Til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda er stoppistöð Strætó Kópavogsdalur (Kársnesmegin) óvirk á meðan framkvæmdum stendur og Leið 1 og 2 stoppar því ekki þar. Sjá mynd
2025-06-12 stoppistod ovirk

Vinnusvæði: Í hjólastíg meðfram Hafnarfjarðarvegi, frá undirgöngum að Borgarholtsbraut

Tímaáætlun: Júní 2025 til ágúst 2026

Verktaki: Stéttarfélagið

Eftirlitsaðili: Hnit Verkfræðistofa

Verkefnastjóri: Hörður Jósef Harðarson

Hvernig getum við aðstoðað þig?