- .
Veitur styrkja dreifikerfi hitaveitu
Um verkefnið: Veitur styrkja dreifikerfið vegna uppbyggingar í Vogabyggð. Stækka þarf núverandi hitaveitulagnir í Dugguvog og Kleppsmýrarvegi ásamt því að leggja smærri lagnir í Arkarvogi. Unnið verður samhliða við raflagnir á svæðinu.
Unnið verður í nokkrum áföngum á svæðinu. Hjáleiðir verða settar upp fyrir hvern áfanga fyrir sig og áhersla lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks á svæðinu.
Veitur munu ganga frá yfirborði að verki loknu.
Þegar tengja þarf nýjar lagnir við kerfið mun þurfa að loka fyrir vatnið og/eða rafmagn, en það er ávallt tilkynnt sérstaklega og með fyrirvara
Uppfært 1.11.2024: Mánudaginn 4. nóvember verður Skektuvogi lokað í annan endann, nær Kleppsmýrarvegi. Sú lokun mun standa í nokkra daga á meðan lagðir eru rafstrengir í jörðu. Gatan verður opnuð aftur um leið og hægt er, en malbikun bíður þar til framkvæmdir í heild sinni klárast á þessu ári.
Þegar malbikað verður þarf að loka aftur og á stærra svæði, en það verður tilkynnt sérstaklega.
Uppfært 18.10.2024: Dugguvogur verður malbikaður í dag og opnað fyrir umferð í báðar áttir. Í næstu viku er áætlað að hefja vinnu meðfram Kleppsmýrarvegi og þá verður þrenging um eina akrein frá Sæbraut niður að Dugguvogi. Þá verður Skektuvogur þveraður á næstunni við núverandi vinnusvæði.
Ákveðið hefur verið að fresta þverun á Kleppsmýrarvegi til sumars 2025 þegar birtuskilyrði og veðurfar eru hagstæðari. Það er gert til að auka ekki á umferð í gegnum Vogabyggð á dimmasta tíma ársins. Það hefur þó ekki áhrif á afhendingaröryggi heita vatnsins á svæðinu.
Uppfært 8.10.2024: Veitur í samstarfi við Reykjavíkurborg eru að leita lausna til að bæta umferðaröryggi við vinnusvæðin og hjáleiðir í Vogabyggð. Starfsfólk er meðvitað um ástandið og vinna saman til að finna lausnir á þessu á meðan framkvæmdum stendur.
Uppfært 3.10.2024: Komið hefur í ljós við vinnu í Dugguvogi að stækka þarf vinnusvæðið til að gæta öryggis. Dugguvogur verður því einstefna frá morgundeginum og fram í byrjun nóvember. Einstefnan verður inn Dugguvog frá Kleppsmýrarvegi.
Uppfært 23.9.2024: Því miður náðist ekki að malbika um helgina, en það ætti að gerast í dag og opna strax í kjölfarið á Kleppsmýrarvegi.
Uppfært 20.9.2024: Vinnusvæðið á Kleppsmýrarvegi verður malbikað á morgun og opnað aftur fyrir umferð mánudaginn 23.9. Þá verður hafin vinna við Dugguvog og þar verður þrenging á akrein, en áfram opið fyrir umferð.
Uppfært 30.8.2024: Vegna tenginga á vatnsveitu verður Arkarvogur lokaður fyrir bílaumferð dagana 3.-5. september. Hjáleiðir verða settar upp.
Uppfært 9.8.2024: Næsta mánudag, 12. ágúst, verður Kleppsmýrarvegi lokað fyrir umferð í aðra áttina, niður frá gatnamótum við Dugguvog og Skútuvog, á meðan unnið er við lagnir þar. Áfram verður opið fyrir umferð upp Kleppsmýrarveg. Gert er ráð fyrir að opnað verði fyrir umferð aftur fyrstu vikuna í október.
Vinnusvæði: Unnið verður meðfram umferðagötum og í íbúðabyggð. Þvera þarf götur á Kleppsmýrarvegi, Dugguvog, Skektuvog og Arkarvog.
Tímaáætlun: ágúst til nóvember
Verkefnastjóri Veitna: Ólafur Þór Rafnsson
Samskipti: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna