- .
Veitur styrkja dreifikerfi hitaveitu
Um verkefnið: Veitur styrkja dreifikerfið vegna uppbyggingar í Vogabyggð. Stækka þarf núverandi hitaveitulagnir í Dugguvog og Kleppsmýrarvegi ásamt því að leggja smærri lagnir í Arkarvogi. Unnið verður samhliða við raflagnir á svæðinu.
Unnið verður í nokkrum áföngum á svæðinu. Hjáleiðir verða settar upp fyrir hvern áfanga fyrir sig og áhersla lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks á svæðinu.
Veitur munu ganga frá yfirborði að verki loknu.
Þegar tengja þarf nýjar lagnir við kerfið mun þurfa að loka fyrir vatnið og/eða rafmagn, en það er ávallt tilkynnt sérstaklega og með fyrirvara
Uppfært 14.2.2025: Í næstu viku mun verktaki tengja regnvatnslagnir í Arkarvogi. Gatan verður því lokuð á meðan en hjáleiðir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur verða settar upp. Áætlað er að vinnan hefjist 18. febrúar og ljúki föstudaginn 21. febrúar.
Þegar veður og umferð leyfir mun verkið halda áfram yfir Kleppsmýrarveg. Líklegt er að það verði á meðan sumarfrí í skólum stendur yfir.
Uppfært 6.12.2024: Verið er að klára hellulögn á gangstétt við Kleppsmýrarveg 8 og gengið frá yfirborði eins og veður leyfir.
Uppfært 25.11. 2024: Malbikun lauk síðasta föstudag og verið er að ganga frá öllu á svæðinu. Verktaki verður við vinnu áfram á staðnum, en ekki verða fleiri götuþrengingar fyrr en í næsta áfanga í vor.
Uppfært 1.11.2024: Mánudaginn 4. nóvember verður Skektuvogi lokað í annan endann, nær Kleppsmýrarvegi. Sú lokun mun standa í nokkra daga á meðan lagðir eru rafstrengir í jörðu. Gatan verður opnuð aftur um leið og hægt er, en malbikun bíður þar til framkvæmdir í heild sinni klárast á þessu ári.
Þegar malbikað verður þarf að loka aftur og á stærra svæði, en það verður tilkynnt sérstaklega.
Uppfært 18.10.2024: Dugguvogur verður malbikaður í dag og opnað fyrir umferð í báðar áttir. Í næstu viku er áætlað að hefja vinnu meðfram Kleppsmýrarvegi og þá verður þrenging um eina akrein frá Sæbraut niður að Dugguvogi. Þá verður Skektuvogur þveraður á næstunni við núverandi vinnusvæði.
Ákveðið hefur verið að fresta þverun á Kleppsmýrarvegi til sumars 2025 þegar birtuskilyrði og veðurfar eru hagstæðari. Það er gert til að auka ekki á umferð í gegnum Vogabyggð á dimmasta tíma ársins. Það hefur þó ekki áhrif á afhendingaröryggi heita vatnsins á svæðinu.
Uppfært 8.10.2024: Veitur í samstarfi við Reykjavíkurborg eru að leita lausna til að bæta umferðaröryggi við vinnusvæðin og hjáleiðir í Vogabyggð. Starfsfólk er meðvitað um ástandið og vinna saman til að finna lausnir á þessu á meðan framkvæmdum stendur.
Uppfært 3.10.2024: Komið hefur í ljós við vinnu í Dugguvogi að stækka þarf vinnusvæðið til að gæta öryggis. Dugguvogur verður því einstefna frá morgundeginum og fram í byrjun nóvember. Einstefnan verður inn Dugguvog frá Kleppsmýrarvegi.
Uppfært 23.9.2024: Því miður náðist ekki að malbika um helgina, en það ætti að gerast í dag og opna strax í kjölfarið á Kleppsmýrarvegi.
Uppfært 20.9.2024: Vinnusvæðið á Kleppsmýrarvegi verður malbikað á morgun og opnað aftur fyrir umferð mánudaginn 23.9. Þá verður hafin vinna við Dugguvog og þar verður þrenging á akrein, en áfram opið fyrir umferð.
Uppfært 30.8.2024: Vegna tenginga á vatnsveitu verður Arkarvogur lokaður fyrir bílaumferð dagana 3.-5. september. Hjáleiðir verða settar upp.
Uppfært 9.8.2024: Næsta mánudag, 12. ágúst, verður Kleppsmýrarvegi lokað fyrir umferð í aðra áttina, niður frá gatnamótum við Dugguvog og Skútuvog, á meðan unnið er við lagnir þar. Áfram verður opið fyrir umferð upp Kleppsmýrarveg. Gert er ráð fyrir að opnað verði fyrir umferð aftur fyrstu vikuna í október.
Vinnusvæði: Unnið verður meðfram umferðagötum og í íbúðabyggð. Þvera þarf götur á Kleppsmýrarvegi, Dugguvog, Skektuvog og Arkarvog.
Tímaáætlun: ágúst til nóvember. Síðasta hluta verksins var frestað þar til aðstæður eru betri, m.t.t. veðurs og birtuskilyrða, þar sem loka þarf Kleppsmýrarvegi að hluta.
Verkefnastjóri Veitna: Ólafur Þór Rafnsson
Samskipti: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna