Breyt­ingar á verð­skrám Veitna

Eftirfarandi breytingar á verðskrám Veitna taka gildi þann 1. janúar n.k. Breytingar verða á flestum gjöldum að fráveitugjöldum undanskildum sem haldast óbreytt.

Breytingarnar hafa í för með sér að meðalheimilið (100 m2 íbúð) greiðir 453 kr. meira á mánuði fyrir heitt og kalt vatn og fráveitu eða 5.432 kr. á ári.

Raforka

Gjöld vegna dreifingar og önnur gjöld raforku hækka um 4%. Þá er hækkun á flutningsgjaldi um 6,3% en jöfnunargjald helst óbreytt.

Rétt er að taka fram að verð fyrir raforkudreifingu er oft um helmingur rafmagnskostnaðar heimila. Aðrir liðir á rafmagnsreikningnum eru flutningsgjald sem Landsnet fær og svo opinber gjöld, jöfnunargjald og virðisaukaskattur. Söluhluti rafmagns kemur fram á reikningi frá söluaðila.

Heitt vatn

Verðskrá Veitna fyrir heitt vatn hækkar um 7,06%.

Kalt vatn

Vatnsgjald í Reykjavík og Akranesi lækka um 5% og 1% í Stykkishólmi en hækkar um 6,7% í Grundarfirði. Þá hækkar vatnsgjald í Borgarbyggð, Úthlíð og Álftanesi um 10,48% og byggist sú hækkun á breytingum á byggingavísitölu. Þá hækka notkunargjöld fyrirtækja um 1,75% í samræmi við byggingarvísitölu.

Fráveita

Álögð fráveitugjöld verða óbreytt.

Almenn þjónustugjöld hjá Veitum hækka um 9,41%.